Viðskipti innlent

Útboð breyta væginu

Exista verður fimmta stærsta félagið í Kauphöllinni þegar félagið verður skráð á markað nú í september. Markaðsvirði Exista liggur á bilinu 211 til 233 milljarða króna. Endanlegt virði félagsins kemur í ljós þann sjöunda september næstkomandi, þegar útboð til fagfjárfesta hefst.

Þá stendur fyrir dyrum hlutafjáraukning í Marel, þar sem hlutafé verður aukið um 53 prósent. Þegar við bætast kaup félagsins á danska framleiðslufyrirtækinu Scanvægt mun markaðsvirði Marel verða rúmir 27 milljarðar króna.

Því liggur fyrir að samsetning úrvalsvísitölu Kauphallarinnar mun breytast talsvert við næstu endurskoðun. Vægi Exista í vísitölunni verður tæplega níu prósent og vægi Marels verður 1,1 prósent.

Valið er í úrvalsvísitöluna tvisvar á ári, í júní og í desember. Við valið er litið til viðskipta undanfarinna tólf mánaða auk markaðsvirðis. Eins og staðan er í dag kemur Exista nýtt inn í vísitöluna í desember á kostnað Atlantic Petroleum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×