Barr leggur fram nýtt tilboð í Pliva á móti Actavis 9. september 2006 00:01 Auglýsing Actavis í króatíu. Svona lítur út heilsíðuauglýsing frá Actavis sem birtist í króatískum dagblöðum fyrir helgi. Króatíska fjármálaeftirlitið fer nú yfir nýtt tilboð bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr Pharmaceuticals í króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA. Með tilboði sín svarar Barr hækkuðu tilboði Actavis sem lagt var fram í síðustu viku. Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals hefur sett fram nýtt tilboð í allt hlutafé króatíska samheitalyfjafyrirtækisins Pliva. Í tilkynningu Barr kemur fram að ekki verði greint frá því hvað felist í tilboðinu fyrr en Hanfa, fjármálaeftirlit Króatíu, hafi farið yfir boðið og veitt samþykki sitt. Er þetta gert að kröfu fjármálaeftirlitsins. Nokkuð ljóst er þó talið að fyrirtækið hefði ekki farið að leggja fram nýtt tilboð nema að annað hvort jafna eða fara hærra en síðasta boð Actavis sem birt var í síðustu viku. Þá hækkaði Actavis boð sitt í 795 kúnur á hlut, eða um 176 milljarða króna. Áður hafði Barr boðið 743 kúnur á hlut, eða sem nemur tæpum 165 milljörðum íslenskra króna. Við höfum frá upphafi sagst staðráðin í að klára þessi kaup, segir Bruce L. Downey, forstjóri og stjórnarformaður Barr og áréttar víst séu mikil samlegðaráhrif af samruna fyrirtækisins við Pliva, ólíkt því sem keppinautur okkar hefur haldið fram. Þá segir hann ljóst að hag Pliva til lengri tíma litið sé best komið í samruna Barr Pharmaceuticals og það muni hluthafar sjá. Í Apótekinu Fjandsamlega yfirtakan sem Actavis vinnur nú að á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva er af þeirri stærðargráðu að vekur heimathygli. Actavis slæst við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals um bitann. Með Pliva innanborðs verður annað hvort Barr eða Actavis að þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi. Fréttablaðið/ Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta Actavis, býst við því að HANFA aflétti leynd af tilboði Barr fljótlega eftir helgina og þá muni verða tekin ákvörðun um næstu skref þar á bæ. En þangað til bíðum við bara, enda vitum við ekki hvað felst í nýju boði Barr, segir hann. En að minnsta kosti er ljóst að þeir ætla ekki að draga sig úr slagnum. Actavis hefur þegar tryggt sér tæplega 21 prósents eignarhlut í Pliva og þykir þar með hafa nokkuð forskot í kapphlaupinu um hvort fyrirtækið verði á undan að tryggja sér meirihluta bréfa. Þá á króatíska ríkið um 18 prósenta hlut í Pliva, en talið er að sá hlutur verði ekki seldur fyrr en ljóst verður hvort fyrirtækið verður ofan á. Í gær sendi einnig stjórn Pliva frá sér tilkynningu þar sem síðasta yfirtökutilboð Actavis í fyrirtækið er sagt endurspegla sanngjarnt verðmat. Gengi bréfa í Pliva tvöfaldast frá áramótum og hækkaði um 0,5 prósent í gærmorgun. Stendur gengi þeirra nú í 840 kúnum á hlut, eða sex prósentum yfir tilboði Actavis. Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Króatíska fjármálaeftirlitið fer nú yfir nýtt tilboð bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr Pharmaceuticals í króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA. Með tilboði sín svarar Barr hækkuðu tilboði Actavis sem lagt var fram í síðustu viku. Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals hefur sett fram nýtt tilboð í allt hlutafé króatíska samheitalyfjafyrirtækisins Pliva. Í tilkynningu Barr kemur fram að ekki verði greint frá því hvað felist í tilboðinu fyrr en Hanfa, fjármálaeftirlit Króatíu, hafi farið yfir boðið og veitt samþykki sitt. Er þetta gert að kröfu fjármálaeftirlitsins. Nokkuð ljóst er þó talið að fyrirtækið hefði ekki farið að leggja fram nýtt tilboð nema að annað hvort jafna eða fara hærra en síðasta boð Actavis sem birt var í síðustu viku. Þá hækkaði Actavis boð sitt í 795 kúnur á hlut, eða um 176 milljarða króna. Áður hafði Barr boðið 743 kúnur á hlut, eða sem nemur tæpum 165 milljörðum íslenskra króna. Við höfum frá upphafi sagst staðráðin í að klára þessi kaup, segir Bruce L. Downey, forstjóri og stjórnarformaður Barr og áréttar víst séu mikil samlegðaráhrif af samruna fyrirtækisins við Pliva, ólíkt því sem keppinautur okkar hefur haldið fram. Þá segir hann ljóst að hag Pliva til lengri tíma litið sé best komið í samruna Barr Pharmaceuticals og það muni hluthafar sjá. Í Apótekinu Fjandsamlega yfirtakan sem Actavis vinnur nú að á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva er af þeirri stærðargráðu að vekur heimathygli. Actavis slæst við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals um bitann. Með Pliva innanborðs verður annað hvort Barr eða Actavis að þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi. Fréttablaðið/ Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta Actavis, býst við því að HANFA aflétti leynd af tilboði Barr fljótlega eftir helgina og þá muni verða tekin ákvörðun um næstu skref þar á bæ. En þangað til bíðum við bara, enda vitum við ekki hvað felst í nýju boði Barr, segir hann. En að minnsta kosti er ljóst að þeir ætla ekki að draga sig úr slagnum. Actavis hefur þegar tryggt sér tæplega 21 prósents eignarhlut í Pliva og þykir þar með hafa nokkuð forskot í kapphlaupinu um hvort fyrirtækið verði á undan að tryggja sér meirihluta bréfa. Þá á króatíska ríkið um 18 prósenta hlut í Pliva, en talið er að sá hlutur verði ekki seldur fyrr en ljóst verður hvort fyrirtækið verður ofan á. Í gær sendi einnig stjórn Pliva frá sér tilkynningu þar sem síðasta yfirtökutilboð Actavis í fyrirtækið er sagt endurspegla sanngjarnt verðmat. Gengi bréfa í Pliva tvöfaldast frá áramótum og hækkaði um 0,5 prósent í gærmorgun. Stendur gengi þeirra nú í 840 kúnum á hlut, eða sex prósentum yfir tilboði Actavis.
Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira