Viðskipti innlent

Brú II fjárfestir í netsímatækni

Vefur SunRocket
Vefur SunRocket

Brú II Venture Capital Fund hefur keypt hlut í VoIP netsímafyrirtækinu SunRocket.

SunRocket er ört vaxandi fyrirtæki á sviði VoIP símaþjónustu fyrir almenning. Fyrirtækið var stofnað árið 2004 og er í dag eitt stærsta VoIP símafyrirtækið í heiminum. Heildarfjármögnun í þessari lotu nam 33 milljónum dollara og var gerð í samstarfi við BlueRun Ventures, MayField Fund, Varma Mutual Pension Insurance Company, The Grosvenor Fund og fleiri, segir í tilkynningu Brúar II.

Brú II fjárfestingarsjóðurinn einbeitir sér að óskráðum og ört vaxandi fyrirtækjum, en fjárfestar eru Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf., Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Starfsmanna Ríkisins, Lífeyrissjóður Verslunarmanna, Lífiðn, Lífeyrissjóður Austurlands, Sameinaði Lífeyrissjóðurinn, Saxhóll hf. og Tryggingamiðstöðin. Frekari upplýsingar er að finna á vefnum www.bru.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×