Viðskipti innlent

Skoða allt sem ekki er venjulegt

Í fjármálageiranum hefur komið fram nokkur gagnrýni á að kaupum Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, í félaginu fyrir helgi hafi ekki fylgt tilkynning til Kauphallar.

KB banki sagði tímasetninguna óheppilega vegna nándar við ársfjórðungsuppgjör og væntanlegrar skráningar Icelandair Group á markað.

Í gær bætti svo Baugur Group sem líkt og Hannes er fruminnherji í félaginu, við hlut sinn í félaginu og keypti fyrir tæpar 510 milljónir króna.

"Þetta fór ekki fram hjá okkur," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, og kveður allt sem þyki óvenjulegt eða veki athygli tekið til sérstakrar skoðunar. Hann segir sömu reglur gilda og í öðrum kauphöllum á Norðurlöndum um stöðvun viðskipta. Þar sé ekki um sjálfvirkt kerfi að ræða þótt bréf hækki hlutfallslega umfram markað, viðskipti séu ekki stöðvuð fyrr en eftir fyrstu skoðun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×