Viðskipti innlent

Minna álag á bréf bankanna

Nokkuð skörp lækkunarhrina hefur verið á tryggingaálag skuldabréfa bankanna (CDS) á erlendum mörkuðum undanfarna viku. Í gær var álagið 65 punktar á bréf í KB banka og 55 á bréf Landsbankans. Hefur það lækkað um í kringum tíu punkta yfir línuna undanfarna viku. Hraðast hefur álagið á bréf í Glitni lækkað, úr fimmtíu punktum í 45 á einungis tveimur dögum. Það gerðist í beinu framhaldi af skuldabréfaútgáfu Glitnis í Bandaríkjunum sem tilkynnt var um í fyrradag. Að sögn Ingvars H. Ragnarssonar, forstöðumanns alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis, voru gríðarlega góð viðbrögð við skuldabréfaútgáfunni. Pantanir voru upp á tæpa 1,3 milljarða dollara en við gáfum út fyrir 25 milljónir. Þar að auki var fjárfestahópurinn mjög sterkur. Sérfróðum ber saman um að jákvæður tónn sé nú ríkjandi á markaðnum. Til merkis um það, og aukið traust til íslensks efnahagslífs, hafi markaðurinn ekki sýnt nein viðbrögð þegar Moodys lækkaði lánshæfismatseinkunn fyrir fjárhagslegan styrk KB banka í fyrradag. Við byrjuðum að merkja jákvæðari tón í byrjun ágúst í kjölfar sterkra milliuppgjöra. Nokkrar jákvæðar fréttir hafa svo ýtt frekar undir þetta traust. Bankarnir hafa verið að gefa upplýsingar um sterka lausafjárstöðu sem jafngildir endurfjármögnun næsta árs, Landsbankinn var með mjög vel heppnaða skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum og Fitsch staðfesti lánshæfismat á Glitni og Kaupþingi, svo eitthvað sé nefnt, segir Ingvar. - hhs





Fleiri fréttir

Sjá meira


×