Viðskipti innlent

Líkur á hækkun vaxta fyrir árslok

Toshihiko Fukui Seðlabankastjóri Japans Líkur sagðar á að japanski seðla­bankinn hækki stýrivexti fyrir lok ársins.
Toshihiko Fukui Seðlabankastjóri Japans Líkur sagðar á að japanski seðla­bankinn hækki stýrivexti fyrir lok ársins. Mynd/AFP
Atsushi Mizuno, stjórnarmaður í bankastjórn Seðlabanka Japans, telur líkur á að bankinn hækki stýrivexti sína fyrir lok þessa árs þrátt fyrir vísbendingar um að hægja muni á hagvexti í landinu. Bankinn lét af fimm ára núllvaxtastefnu sinni um miðjan júlí síðastliðinn er hann hækkaði vexti um 25 punkta og ákvað á síðasta vaxtaákvörðunarfundi bankans fyrr í þessum mánuði að halda þeim óbreyttum í 0,25 prósentum. Mizuno sagði í samtali við fréttastofu Bloomberg að bankastjórnin hefði komist að samkomulagi um að fara varlega í vaxtahækkanir. - jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×