Stríð í uppsiglingu á leikfangamarkaði 22. september 2006 00:01 Verslun Toys‘R‘Us við Times Square í New York Fætter BR opnar Toys‘R‘Us verslun í stórhýsi Rúmfatalagersins við Smáratorg, og hyggst opna minnst fjórar verslanir hér á landi. Leikbær hefur þegar tilkynnt að stórverslun með leikföng verði opnuð. Viðskipti Danska leikfangafyrirtækið Fætter BR hyggst opna stórverslun með leikföng undir nafni Toys'R'Us hér á landi. Verslunin verður um þúsund fermetrar að stærð og verður til húsa í nýju stórhýsi Rúmafatalagersins við Smáratorg. Þá stefna forsvarsmenn Fætter BR að því að opna eina Toys'R'Us verslun til viðbótar hér á landi og allt að fimm undir nafni BR innan næstu fimm ára. Leikbær hefur þegar tilkynnt að þrjú þúsund fermetra stórverslun með leikföng verði opnuð við Urriðaholt í Garðabæ á næsta ári. Því er ljóst að stefnir í harða samkeppni á leikfangamarkaði. Leikbæjarmenn áttu í viðræðum við bandaríska leikfangarisann Toys'R'Us og kom meðal annars til greina að verslunin við Urriðaholt yrði rekin undir nafni Toys'R'Us. Viðræðurnar strönduðu hins vegar þegar í ljós kom að Fætter BR, sem er umboðsaðili Toys'R'Us á Norðurlöndum, yrði milliliður Leikbæjarmanna og bandaríska leikfangarisans. BR leikfangaverslanir eru reknar víða um Danmörku og eru þekktar fyrir einkennismerki sitt; danskan drottningarvörð í fullum skrúða. Elías Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Leikbæjar, segir ekki hagkvæmt að starfa í skjóli Fætter BR. „Ef danskir kaupmenn taka toll af hverju leikfangi sem íslensk börn kaupa, þá getum við ekki boðið eins hagstætt verð og mikið úrval og að var stefnt." Leikbær rekur því verslunina í eigin nafni og er unnið að því að landa innkaupasamstarfi við erlendan dreifingaraðila. Leikbæjarmenn taka þó fram að boðið verði upp á öll helstu leikfangamerki svo sem Fischer Price, Barbie og Lego. Elías telur að stórverslun Leikbæjar marki byltingu á íslenskum leikfangamarkaði. Mikið verði lagt í hönnun og lýsingu og lögð áhersla á að gestir verslunarinnar njóti upplifunarinnar. Hann segist ekki óttast samkeppni við Danina. „Við vitum að Danirnir ætla að opna meðalstóra verslun hér á landi en við óttumst ekkert. Leikbær er með mikla reynslu á íslenskum markaði, við höfum sett okkur raunhæf markmið og munum ná þeim." Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Viðskipti Danska leikfangafyrirtækið Fætter BR hyggst opna stórverslun með leikföng undir nafni Toys'R'Us hér á landi. Verslunin verður um þúsund fermetrar að stærð og verður til húsa í nýju stórhýsi Rúmafatalagersins við Smáratorg. Þá stefna forsvarsmenn Fætter BR að því að opna eina Toys'R'Us verslun til viðbótar hér á landi og allt að fimm undir nafni BR innan næstu fimm ára. Leikbær hefur þegar tilkynnt að þrjú þúsund fermetra stórverslun með leikföng verði opnuð við Urriðaholt í Garðabæ á næsta ári. Því er ljóst að stefnir í harða samkeppni á leikfangamarkaði. Leikbæjarmenn áttu í viðræðum við bandaríska leikfangarisann Toys'R'Us og kom meðal annars til greina að verslunin við Urriðaholt yrði rekin undir nafni Toys'R'Us. Viðræðurnar strönduðu hins vegar þegar í ljós kom að Fætter BR, sem er umboðsaðili Toys'R'Us á Norðurlöndum, yrði milliliður Leikbæjarmanna og bandaríska leikfangarisans. BR leikfangaverslanir eru reknar víða um Danmörku og eru þekktar fyrir einkennismerki sitt; danskan drottningarvörð í fullum skrúða. Elías Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Leikbæjar, segir ekki hagkvæmt að starfa í skjóli Fætter BR. „Ef danskir kaupmenn taka toll af hverju leikfangi sem íslensk börn kaupa, þá getum við ekki boðið eins hagstætt verð og mikið úrval og að var stefnt." Leikbær rekur því verslunina í eigin nafni og er unnið að því að landa innkaupasamstarfi við erlendan dreifingaraðila. Leikbæjarmenn taka þó fram að boðið verði upp á öll helstu leikfangamerki svo sem Fischer Price, Barbie og Lego. Elías telur að stórverslun Leikbæjar marki byltingu á íslenskum leikfangamarkaði. Mikið verði lagt í hönnun og lýsingu og lögð áhersla á að gestir verslunarinnar njóti upplifunarinnar. Hann segist ekki óttast samkeppni við Danina. „Við vitum að Danirnir ætla að opna meðalstóra verslun hér á landi en við óttumst ekkert. Leikbær er með mikla reynslu á íslenskum markaði, við höfum sett okkur raunhæf markmið og munum ná þeim."
Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira