Fjórir grunaðir um hryðjuverk 23. september 2006 07:00 Viðbragðsæfing á Kastrup-flugvelli Danskar og sænskar varðsveitir efndu til æfinga á Kastrup-flugvelli á miðvikudaginn þar sem líkt var eftir árás hryðjuverkamanna. MYND/AP Fjórir menn voru handteknir í Noregi á þriðjudaginn, grunaðir um að hafa staðið að skotárás á samkunduhús gyðinga í Ósló um síðustu helgi. Þeir eru einnig grunaðir um að hafa skipulagt sprengjuárásir á bandaríska og ísraelska sendiráðið í Ósló. Frá þessu var skýrt í norskum fjölmiðlum í gær. Ákærur á hendur mönnunum eru að hluta byggðar á upptökum úr hlerunarbúnaði, sem hafði verið komið fyrir í bifreið eins þeirra. Samkvæmt fréttaflutningi norskra fjölmiðla heyrðust mennirnir þar ræða sín á milli um sprengjuárásir á sendiráðin. Einnig eru þeir sagðir hafa talað um að höggva höfuðið af Miriam Shomrat, sendiherra Ísraels í Noregi. Hættan af hryðjuverkum hefur verið mikið til umræðu á Norðurlöndunum nú í vikunni. Á fimmtudaginn fullyrti leyniþjónusta dönsku lögreglunnar, PET, að hættan af íslömskum hryðjuverkamönnum í Evrópu stafaði helst af litlum og einangruðum hópum, en síður af stærri og þekktari samtökum á borð við Al Kaída. Þetta kom fram í ársskýrslu PET, þar sem segir enn fremur að hættan á slíkum hryðjuverkum sé meiri nú en áður, meðal annars í Danmörku, og þá beinlínis vegna þátttöku Dana í hernaði í Írak og Afganistan. Einnig hafi birting skopmyndanna af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum gert sitt til þess að auka hættuna. Danska leyniþjónustan segist hafa á þessu ári fengið veður af meira en tvö hundruð hótunum, sem bárust í tengslum við skopmyndirnar af Múhameð. Ekki er þó tekið fram hvort þær hótanir hafi allar komið frá herskáum múslimum eða hvort sumar þeirra hafi beinst að múslimum sem búa í Danmörku. Á fimmtudaginn hittust einnig í Finnlandi dómsmála- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna til þess að ræða aðferðir til að berjast gegn bæði hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að efla samstarf ríkjanna á þessu sviði til þess að ná betri árangri. Erlent Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Fjórir menn voru handteknir í Noregi á þriðjudaginn, grunaðir um að hafa staðið að skotárás á samkunduhús gyðinga í Ósló um síðustu helgi. Þeir eru einnig grunaðir um að hafa skipulagt sprengjuárásir á bandaríska og ísraelska sendiráðið í Ósló. Frá þessu var skýrt í norskum fjölmiðlum í gær. Ákærur á hendur mönnunum eru að hluta byggðar á upptökum úr hlerunarbúnaði, sem hafði verið komið fyrir í bifreið eins þeirra. Samkvæmt fréttaflutningi norskra fjölmiðla heyrðust mennirnir þar ræða sín á milli um sprengjuárásir á sendiráðin. Einnig eru þeir sagðir hafa talað um að höggva höfuðið af Miriam Shomrat, sendiherra Ísraels í Noregi. Hættan af hryðjuverkum hefur verið mikið til umræðu á Norðurlöndunum nú í vikunni. Á fimmtudaginn fullyrti leyniþjónusta dönsku lögreglunnar, PET, að hættan af íslömskum hryðjuverkamönnum í Evrópu stafaði helst af litlum og einangruðum hópum, en síður af stærri og þekktari samtökum á borð við Al Kaída. Þetta kom fram í ársskýrslu PET, þar sem segir enn fremur að hættan á slíkum hryðjuverkum sé meiri nú en áður, meðal annars í Danmörku, og þá beinlínis vegna þátttöku Dana í hernaði í Írak og Afganistan. Einnig hafi birting skopmyndanna af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum gert sitt til þess að auka hættuna. Danska leyniþjónustan segist hafa á þessu ári fengið veður af meira en tvö hundruð hótunum, sem bárust í tengslum við skopmyndirnar af Múhameð. Ekki er þó tekið fram hvort þær hótanir hafi allar komið frá herskáum múslimum eða hvort sumar þeirra hafi beinst að múslimum sem búa í Danmörku. Á fimmtudaginn hittust einnig í Finnlandi dómsmála- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna til þess að ræða aðferðir til að berjast gegn bæði hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að efla samstarf ríkjanna á þessu sviði til þess að ná betri árangri.
Erlent Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira