Viðskipti innlent

Aukin bjartsýni neytenda

Útsöluskilti
Útsöluskilti

Tiltrú neytenda á horfur í efnahagsmálum hefur vaxið snögglega og stendur væntingavísitala Gallup nú í 119,6 stigum. Vísitölugildi yfir hundrað stigum táknar að fleiri neytendur eru bjartsýnir en svartsýnir. Vísitalan fór lægst í rúmlega áttatíu og átta stig í júlímánuði.

Fram kemur að fleiri neytendur telji að efnahagsástandið verði betra eftir sex mánuði en það er nú. Bjartsýni á atvinnuhorfur í landinu hefur hins vegar minnkað.

Greining Glitnis telur neytendur hafa tekið gleði sína á ný þrátt fyrir gengisfall krónunnar, verðbólguskot í kjölfarið og útlit fyrir að hægist á vexti á næstu misserum. Greiningin bendir á að fleiri hyggi nú á bifreiðakaup en á sama tíma í fyrra, auk þess sem áttatíu prósent neytenda ætli að ferðast til útlanda næsta árið. Hins vegar hafi orðið talsverður samdráttur í fyrirhuguðum húsnæðiskaupum; aðeins 5,6 prósent hyggja nú á fasteignakaup á næstu sex mánuðum samanborið við tíu prósent á sama tíma í fyrra. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×