Fótbolti

Fimm leikmenn tilnefndir sem knattspyrnumenn Afríku

Samuel Eto´o hefur verið kjörinn knattspyrnumaður ársins í Afríku síðastliðin þrjú ár
Samuel Eto´o hefur verið kjörinn knattspyrnumaður ársins í Afríku síðastliðin þrjú ár NordicPhotos/GettyImages

Þrír af þeim fimm leikmönnum sem tilnefndir hafa verið sem knattspyrnumenn Afríku spila í ensku úrvalsdeildinni. Nígeríumaðurinn Kanu hjá Portsmouth hefur tvisvar unnið til þessara verðlauna og er tilnefndur að þessu sinni. Auk hans eru þeir Didier Drogba og Michael Essien hjá Chelsea tilnefndir, en þeir koma frá Fílabeinsströndinni og Gana.

Kamerúninn Samuel Eto´o hjá Barcelona er enn eina ferðina tilnefndur, en hann hefur unnið þessi verðlaun þrjú síðustu ár. Auk þeirra hefur Mohamed Aboutrika frá Egyptalandi verið tilnefndur til verðlaunanna, en hann tryggði þjóð sinni Afríkubikarinn í ár með marki á lokamínútu úrslitaleiksins. Tilkynnt verður um valið á knattspyrnumanni ársins við hátíðlega athöfn í höfuðborg Nígeríu þann 18. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×