Sport

Liverpool fær grænt ljós á nýjan leikvang

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur nú fengið grænt ljós frá borgaryfirvöldum til að byggja nýjan knattspyrnuleikvang sem taka mun 60.000 manns í sæti. Félagið hefur gert 999 ára leigusamning á lóð við Stanley Park, sem er steinsnar frá Anfield Road þar sem núverandi leikvangur félagsins er staðsettur.

Stjórn Liverpool hefur nú frest þar til í lok september til að sannfæra borgaryfirvöld um að það geti skaffað 180 milljónir punda til að hrinda verkefninu af stað og ef það verður samþykkt, gætu framkvæmdir við nýja leikvanginn hafist snemma á næsta ári.

Fyrsti leikurinn á vellinum yrði þá fyrirhugaður í ágúst árið 2009, en talið er að fyrsti áfangi verksins muni kosta um 215 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×