Sport

Wenger jákvæður í garð Cole

Arsene Wenger, stjóri Arsenal
Arsene Wenger, stjóri Arsenal NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger virðist ekki hafa neitt nema gott að segja um Ashley Cole, fyrrum leikmann Arsenal, sem nýverið gekk í raðir Chelsea í skiptum fyrir William Gallas. Wenger vill ekki líkja þeim Cole og Gallas saman, en segir bæði félögin og leikmennina hafa grætt á skiptunum.

"Cole er fyrst og fremst vinstri bakvörður, en Gallas getur spilað fleiri stöður. Hann hefur talað mikið um það í fjölmiðlum í gegn um tíðina að hann vilji frekar spila sem miðvörður, en hann er engu að síður tilbúinn að spila hvar sem er fyrir okkur.

Menn tala um að Cole hafi vilja fara til Chelsea til að vinna titla, en ég veit ekki betur en hann hafi unnið titla hjá okkur. Hann vildi bara breyta til og ég skil það ósköp vel. Ég hef alltaf verið tilbúinn að verða við kröfu hans um að verða seldur og það tókst fyrir rest - og ég veit ekki betur en allir séu ánægðir með niðurstöðu mála," sagði Wenger og gerði lítið úr því að Arsenal hefði ef til vill fengið full lítið í staðinn fyrir enska landsliðsmanninn.

"Við hugsum fyrst og fremst um að styrkja liðið okkar og þegar það er í höfn er hægt að hugsa um budduna," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×