Skugginn leikur laus 16. nóvember 2006 14:45 Skuggaleikur Sýningin er afar litrík í búningum eins og jafnan er með höfundarverk Messíönu Tómasdóttur. Frá vinstri Sverrir Guðjónsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Ásgerður Júníusdóttir. Ljósmynd Salbjörg Jónsdóttir/Íslenska óperan Stjórn Íslensku óperunnar varð á síðasta ári fyrir nokkurri gagnrýni vegna þess að hún sinnti ekki frumsköpun í óperusmíði. Þá hafði Óperan stofnað Óperustúdíó til að þróa ný verk. Nú svarar hún kallinu betur: í lok vikunnar verður frumsýnt nýtt íslenskt óperuverk í samstarfi við leikfyrirtæki Messíönu Tómasdóttur, leikmynda- og búningahöfund. Óperan heitir Skuggaleikur, tónlistin eftir Karólínu Eiríksdóttur og textinn eftir Sjón. Hún byggist á sögunni Skugganum eftir H. C. Andersen sem er dæmisaga: skáld felur skugga sínum að finna skáldgyðju sína. Honum til skelfingar hverfur skugginn. Löngu seinna vitjar skugginn skáldsins aftur og er þá orðinn að manni án skugga og það sem verra er án siðferðiskenndar. Skugginn nær valdi yfir skáldinu og þeir skipta um hlutverk, skugginn verður maðurinn og skáldið verður skugginn. Þegar blekkingarnar loks ganga fram af skáldinu vill hann leiða sannleikann í ljós, en það er of seint og hann geldur fyrir með lífi sínu. Þessi dæmisaga er eitt af fáum ævintýrum sem H. C. Andersen skrifaði fyrir fullorðna. Sagan er margræð, vekur upp siðferðilegar spurningar og á ekki síður erindi í nútímanum en þegar hún var skrifuð. Óperan er bönnuð börnum yngri en 12 ára. Karólína lýsir aðkomu sinni að texta Sjóns og sögunni svo: „Skáldið er í rauninni eini maðurinn í verkinu, hinir karakterarnir eru eiginlega ekki af þessum heimi og frekar táknmyndir fyrir ýmsa eiginleika. Skáldið er breyskur maður, sem gerir sér leik að því að stríða skugganum og gera lítið úr honum, en það kemur honum í koll síðar. Hann er líka að leita að fegurðinni og sannleikanum, en er jafnframt hégómlegur og þráir frægð og frama. Skáldgyðjan er tákn fegurðarinnar og sannleikans sem skáldið er að leita að, en hann kemst aldrei til hennar, brestur kjark þegar á reynir og sendir skuggann sinn í staðinn. Skugginn er skuggi skáldsins, eins konar tákn fyrir skuggahliðar hans, en Skugginn nær yfirhöndinni og tortímir skáldinu og skáldgyðjunni með hjálp prinsessunnar, en hún er slóttug og hefur komist áfram í heiminum með svikum eins og Skugginn. Hún er því eins konar skuggapersóna líka. Þessar ólíku persónur eru túlkaðar með ólíkri tónlist, hver þeirra hefur sín sérkenni.“ Einsöngvarar í sýningunni eru Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, sem syngur hlutverk Skáldsins, Sverrir Guðjónsson, kontratenór, sem syngur hlutverk Skuggans. Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, syngur hlutverk Skáldgyðjunnar, og Ásgerður Júníusdóttir, mezzósópran, syngur hlutverk Prinsessunnar. Hljómsveitin samanstendur af sex hljóðfæraleikurum og hljómsveitarstjóri er Guðni Franzson. Leikstjóri sýningarinnar er Messíana Tómasdóttir, en hún hannar einnig búninga, sviðsmynd og brúður sem spila stórt hlutverk í sýningunni. Danshöfundur er Ástrós Gunnarsdóttir og ljósahönnuður er gamall samverkamaður Messíönu, David Walters. Aðeins eru þrjár sýningar fyrirhugaðar á verkinu næstu laugardaga en frumsýningin er núna á laugardaginn 18. Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Stjórn Íslensku óperunnar varð á síðasta ári fyrir nokkurri gagnrýni vegna þess að hún sinnti ekki frumsköpun í óperusmíði. Þá hafði Óperan stofnað Óperustúdíó til að þróa ný verk. Nú svarar hún kallinu betur: í lok vikunnar verður frumsýnt nýtt íslenskt óperuverk í samstarfi við leikfyrirtæki Messíönu Tómasdóttur, leikmynda- og búningahöfund. Óperan heitir Skuggaleikur, tónlistin eftir Karólínu Eiríksdóttur og textinn eftir Sjón. Hún byggist á sögunni Skugganum eftir H. C. Andersen sem er dæmisaga: skáld felur skugga sínum að finna skáldgyðju sína. Honum til skelfingar hverfur skugginn. Löngu seinna vitjar skugginn skáldsins aftur og er þá orðinn að manni án skugga og það sem verra er án siðferðiskenndar. Skugginn nær valdi yfir skáldinu og þeir skipta um hlutverk, skugginn verður maðurinn og skáldið verður skugginn. Þegar blekkingarnar loks ganga fram af skáldinu vill hann leiða sannleikann í ljós, en það er of seint og hann geldur fyrir með lífi sínu. Þessi dæmisaga er eitt af fáum ævintýrum sem H. C. Andersen skrifaði fyrir fullorðna. Sagan er margræð, vekur upp siðferðilegar spurningar og á ekki síður erindi í nútímanum en þegar hún var skrifuð. Óperan er bönnuð börnum yngri en 12 ára. Karólína lýsir aðkomu sinni að texta Sjóns og sögunni svo: „Skáldið er í rauninni eini maðurinn í verkinu, hinir karakterarnir eru eiginlega ekki af þessum heimi og frekar táknmyndir fyrir ýmsa eiginleika. Skáldið er breyskur maður, sem gerir sér leik að því að stríða skugganum og gera lítið úr honum, en það kemur honum í koll síðar. Hann er líka að leita að fegurðinni og sannleikanum, en er jafnframt hégómlegur og þráir frægð og frama. Skáldgyðjan er tákn fegurðarinnar og sannleikans sem skáldið er að leita að, en hann kemst aldrei til hennar, brestur kjark þegar á reynir og sendir skuggann sinn í staðinn. Skugginn er skuggi skáldsins, eins konar tákn fyrir skuggahliðar hans, en Skugginn nær yfirhöndinni og tortímir skáldinu og skáldgyðjunni með hjálp prinsessunnar, en hún er slóttug og hefur komist áfram í heiminum með svikum eins og Skugginn. Hún er því eins konar skuggapersóna líka. Þessar ólíku persónur eru túlkaðar með ólíkri tónlist, hver þeirra hefur sín sérkenni.“ Einsöngvarar í sýningunni eru Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, sem syngur hlutverk Skáldsins, Sverrir Guðjónsson, kontratenór, sem syngur hlutverk Skuggans. Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, syngur hlutverk Skáldgyðjunnar, og Ásgerður Júníusdóttir, mezzósópran, syngur hlutverk Prinsessunnar. Hljómsveitin samanstendur af sex hljóðfæraleikurum og hljómsveitarstjóri er Guðni Franzson. Leikstjóri sýningarinnar er Messíana Tómasdóttir, en hún hannar einnig búninga, sviðsmynd og brúður sem spila stórt hlutverk í sýningunni. Danshöfundur er Ástrós Gunnarsdóttir og ljósahönnuður er gamall samverkamaður Messíönu, David Walters. Aðeins eru þrjár sýningar fyrirhugaðar á verkinu næstu laugardaga en frumsýningin er núna á laugardaginn 18.
Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira