Erlent

Töldu sig hafa ekið yfir dýr

Danska lögreglan hefur haft afskipti af minnst tólf bílstjórum, sem um síðustu helgi óku yfir lík manns sem látist hafði í bílslysi á þjóðveginum skammt fyrir utan Sønderborg á Jótlandi. Frá þessu var greint í danska blaðinu Politiken.

Maðurinn, sem var 37 ára, varð fyrir bíl á veginum með þeim afleiðingum að hann kastaðist yfir á hinn vegarhelminginn. Hann er talinn hafa látist samstundis. Lík mannsins lá á veginum þar sem fjöldi bíla ók yfir hann.

Bílstjórarnir höfðu sjálfir samband við lögreglu eftir að fréttir af slysinu voru birtar í fjölmiðlum. Að sögn lögreglunnar töldu flestir bílstjórarnir að þeir hefðu ekið yfir dautt dýr á veginum. Þá grunaði ekki að um lík manns væri að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×