Enski boltinn

Það voru mistök að ráða Dowie

NordicPhotos/GettyImages

Peter Varney, framkvæmdastjóri Charlton, segir að félagið hafi gert mistök þegar það réð Ian Dowie sem knattspyrnustjóra í sumar og viðurkennir fúslega að félagið sé að taka áhættu með því að láta Les Reed taka við af honum.

"Félagið lagði upp með ákveðna hluti í sumar en þessir hlutir hafa ekki gengið upp. Við breyttum út af vananum að þessu sinni og ákváðum að fara reglulega yfir stöðu mála og meta hvort viðunandi árangur hefði náðst - svo var ekki og því ákváðum við að fara þessa leið," sagði Varney.

"Dowie kom best út úr viðtölum sem við áttum við nokkra umsækjendur á sínum tíma, hann stóð fyrir ákveðinn málstað, en hefur ekki fylgt honum alveg eftir í verki. Við héldum að Dowie væri besti maðurinn í verkefnið, en eftir á að hyggja verður eflaust litið á ráðningu hans sem mistök. Við erum ef til vill að taka áhættu með því að leyfa Reed og félögum að taka við starfi hans, en við trúum því að við höfum það sem til þarf til að koma liðinu úr þeim ógöngum sem það er í nú í upphafi leiktíðar," sagði Varney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×