Fótbolti

Englendingar eru ráðvilltir

NordicPhotos/GettyImages

Hollendingurinn Ruud Gullit, sem meðal annars stýrði liði Newcastle á Englandi, segir að enska landsliðið sé á villigötum. Hann segir merkilegt að landslið með góðan mannskap eins og England geti ekki lagt lið á borð við Makedóníu.

"Auðvitað ætti enska landsliðið að vinna Makedóna án mikillar fyrirhafnar. Ensku leikmennirnir eru allir meira og minna að spila í Meistaradeildinni með félagsliðum sínum og það ætti því ekki að vera mikið mál fyrir þá að standa sig í landsleikjum. Hvernig má það þá vera að þeir vinna ekki lið eins og Makedóníu? Ég veit ekki hvað er að enska liðinu. Hollenska liðið er með ákveðna leikaðfer sem yfirleitt virkar ágætlega, en enska liðið virðist ekki vita hvað það á að gera við þá ágætu leikmenn sem það hefur í sínum röðum.

Þegar þeir spila á útivöllum og hraðinn minnkar í leikjunum, er eins og þeir verði ráðvilltir og nái ekki að aðlagast," sagði fyrrum landsliðsmaður Hollands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×