Erlent

Unglingafæla fær friðarverðlaun Ig Nobels

Tæki sem fælir unglinga frá hefur unnið friðarverðlaun Ig Nobels í ár en verðlaunin eru skopútgáfa hinna viðurkenndu Nobel verðlauna.

Tækið er hannað af Howard Stapleton og það framleiðir hátíðnihljóð sem fullorðnir nema ekki, en hefur truflandi áhrif á unglinga.

Einn bakhjarla verðlaunanna og ritstjóri gríntímarits Marc Abrahams segir að verðlaunin sé ætluð til að fagna því óvenjulega og ímyndunarríka og auka áhuga almennings á vísindum, læknisfræði og tækni.

Önnur verkefni sem fengu verðlaun voru m.a. Hversu margar ljósmyndir þarf að taka til að tryggja að enginn á hópmynd sé með lokuð augun, af hverju spætur fá ekki höfuðverk og af hverju hljóðið sem kemur þegar nögl er rennt eftir skólatöflu er svo pirrandi.

Allar rannsóknirnar eru raunverulegar og hafa verið birtar í jafnvel virtum fagtímaritum.

Eitt af því sem aðgreinir hin virtu Nóbelsverðlaun frá Ig Nobel verðlaununum er að engin peningaverðlaun eru í boði. Það hafði þó ekki áhrif á þá sem voru í fyrstu 10 sætunum, því þeir greiddu sjálfir ferðakostnaðinn til að vera viðstaddir afhendinguna.

BBC greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×