Innlent

Níu ákærðir fyrir utanvegaakstur

Ráðherra á vettvangi Sigríður Anna Þórðardóttir, þáverandi umhverfisráðherra, var að skoða ummerki eftir utanvegaakstur þegar hún tók þessa ökuþóra tali.
Ráðherra á vettvangi Sigríður Anna Þórðardóttir, þáverandi umhverfisráðherra, var að skoða ummerki eftir utanvegaakstur þegar hún tók þessa ökuþóra tali.

Níu karlmenn á aldrinum 15 til 41 árs hafa verið ákærðir fyrir utanvegaakstur á Suðurlandi í byrjun júní. Ákærurnar voru þingfestar í Héraðsdómi Suðurlands í gær.

Lögreglan á Selfossi hafði hendur í hári mannanna níu í eftirlitsferð sem farin var með þyrlu Landhelgisgæslunnar 3. júní síðastliðinn. Mennirnir voru í fjórum hópum, tveir á bílum og hinir sjö á vélhjólum. Einn vélhjólamannanna var fimmtán ára og ökuréttindalaus og tveir aðrir höfðu ekki réttindi til að aka vélhjólum. Þá voru fimm vélhjólanna númerslaus og eitt þeirra ótryggt.

Lögreglan á Selfossi hefur gert samkomulag við Landhelgisgæsluna um að lögreglumenn fái af og til að fara í eftirlitsferðir með þyrlunum og á að nota æfingaflug þyrlnanna í slíkar ferðir.

Ekki hefur verið farið í aðra slíka ferð síðan 3. júní en að sögn lögreglu er vonast til að hægt verði að fara eina eða tvær ferðir áður en sumri lýkur.

Lögreglan telur aðferðir sem þessar hafa mikil áhrif, dregið hafi verulega úr utanvegaakstri á svæðinu eftir 3. júní, þrátt fyrir að ástandið sé nú hægt og bítandi að færast aftur í fyrra horf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×