Sport

Vonast til að vera enn inni í myndinni

Sam Allardyce hefur ekki gefið upp alla von um að taka við enska landsliðinu
Sam Allardyce hefur ekki gefið upp alla von um að taka við enska landsliðinu NordicPhotos/GettyImages

Sam Allardyce segist vonast til að vera enn inni í myndinni sem næsti landsliðsþjálfari Englendinga eftir að allt fór í bál og brand í kjölfar fyrirhugaðrar ráðningar Luiz Scolari á dögunum. Allardyce segist meira en til í að taka við starfinu og í raun sé það hans æðsti draumur.

"Ég var mjög vonsvikinn þegar útlit var fyrir að Scolari fengi starfið, en nú er útlit fyrir að ég sé kominn aftur inn í myndina. Ég hef mikinn áhuga á starfinu og ef ég á að vera hreinskilinn, er þetta draumastarfið mitt. Ég vona að ég sé inni í myndinni, en ég hef ekki hugmynd um hvort ég á góðan möguleika á starfinu fyrr en hringt verður í mig einn daginn," sagði Allardyce.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×