Innlent

Ákvörðun Bandaríkjamanna þarf ekki að koma á óvart

Sú ákvörðun ráðamanna í Bandaríkjunum að draga stórlega úr starfsemi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli þarf ekki að koma á óvart í ljósi atburða vorið 2003 þegar einhliða ákvörðun Bandaríkjamanna um brotthvarf þotna og þyrlna var kynnt forsætisráðherra. Síðan þá hefur legið ljóst fyrir að Bandaríkjamenn vildu breyta rekstri sínum hér á landi.

Veturinn 2002 - 2003 fór íslenska ríkisstjórnin þess á leit við Bandaríkjastjórn að viðræður sem þá voru fyrirhugaðar um bókun við varnarsamninginn yrði frestað fram yfir þingkosningarnar um vorið. Tekið var vel í þá málaleitan enda höfðu Bandaríkjamenn þá frestað viðræðunum nokkuð lengi, fyrst vegna forsetaskipta og síðan hryðjuverkaárásanna 2001.

Það kom því íslensku ríkisstjórninni algerlega í opna skjöldu þegar James I. Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, fór á fund Davíðs Oddssonar þann 2. maí, aðeins átta dögum fyrir kosningar, og tilkynnti honum að búið væri að ákveða að flytja herþoturnar á Keflavíkurflugvelli annað og það yrði gert annan júní.

Eftir fundinn með Gadsden leituðu íslensk stjórnvöld liðsinnis Robertsons lávarðar sem þá var framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins. Fyrir hans tilstilli tókst að ná eyrum Bush, Bandaríkjaforseta og Powells, þáverandi utanríkisráðherra.

Bush og Davíð skiptust á bréfum í júní vegna málsins og síðan fóru fram viðræður þar sem meðal annars kom fram að Bandaríkjaforseti vildi að Íslendingar tækju aukinn þátt í kostnaði við Keflavíkurflugvöllinn.

Síðan þá hafa viðræður verið stopular en í febrúar síðastliðnum átti Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington. Þar kynntu Íslendingar það útspil sitt að þeir gætu tekið við rekstri þyrlusveitar varnarliðsins. Það má því segja að fréttir dagsins komi á óvart í ljós






Fleiri fréttir

Sjá meira


×