Enski boltinn

Pardew hefur enn trú á sínum mönnum

Alan Pardew
Alan Pardew NordicPhotos/GettyImages

Alan Pardew, stjóri West Ham, viðurkenndi að lið hans hefði verið yfirspilað löngum stundum í dag þegar það steinlá 4-0 gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Pardew sagði vandræðaganginn í vörninni skrifast mikið til á þá staðreynd að miðverðir hans í dag hafi aldrei áður spilað leik saman.

West Ham var án þeirra Anton Ferdinand og Danny Gabbidon sem venjulega standa í hjarta varnarinnar, en þeirra í stað stóðu þeir James Collins og George McCartney vaktina og áttu herfilegan dag gegn frískum sóknarmönnum Bolton.

"Við vissum að þetta yrði erfitt án lykilmanna okkar í vörninni en við vorum líka að spila við mjög gott Bolton-lið sem því miður mætti okkur í dag. Við verðum að fara að finna rétta blöndu leikmanna sem geta náð okkur í stig í töflunni, því við erum komnir í slæm mál. Við verðum að standa saman núna og ég veit að við getum rétt úr kútnum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×