Fótbolti

Blatter útilokar sjónvarpstækni við dómgæslu

Sepp Blatter vill ekki sjá það að sjónvarpsupptökur verði notaðar við dómgæslu
Sepp Blatter vill ekki sjá það að sjónvarpsupptökur verði notaðar við dómgæslu NordicPhotos/GettyImages

Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur gefið það sterklega í skyn að ekki verði notast við sjónvarpstækni við dómgæslu í knattspyrnu á meðan hann sitji í forsetastóli hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Hann vill þó taka marklínubúnað upp á stórmótum sem fyrst.

Við getum reynt að hjálpa dómurum með útbúnaði eins og marklínubúnaði til að skera úr um það hvort boltinn fer yfir marklínu eða ekki, en það er afar mikilvægt að mínu mati að innleiða ekki reglur um að dómarar eigi að notast við sjónvarpstækni við dómgæslu. Það tekur svo mikið frá því sem gerir fótboltann svo skemmtilegan," sagði Blatter. Á meðan ég verð forseti FIFA verður því ekki notast við sjónvarpstækni við dómgæslu - en ég vil sjá marklínubúnaðinn sem fyrst," sagði Blatter en áform eru uppi um að hafa marklínubúnaðinn kláran á heimsmóti félagsliða í Tókíó eftir ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×