Frábær frammistaða Svía 8. október 2006 07:30 Svíar fagna. Hér má sjá sænska landsliðið fagna eftir að það komst yfir gegn Spáni. Það er ljóst að sænska landsliðið mun mæta hingað til lands fullt sjálfstrausts eftir magnaðan sigur þess á því spænska 2-0 á heimavelli sínum í gær. Svíþjóð spilaði leikinn af mikilli skynsemi, lék frábæran varnarleik og leyfði Spánverjum að vera með knöttinn. Hættulegar skyndisóknir sænska liðsins gerðu það að verkum að mótherjarnir máttu aldrei gleyma sér en það gerðu þeir þó tvívegis í gær. Markvörðurinn Rami Shaaban lokaði sænska markinu og var besti maður vallarins. Gríðarlegur fögnuður braust út meðal 33.000 áhorfenda á leiknum þegar Johan Elmander kom Svíþjóð yfir eftir aðeins tíu mínútna leik en það var Anders Svensson sem lagði markið upp. Sama hvað Spánverjar reyndu þá gekk ekkert upp hjá þeim og Marcus Allback innsiglaði sigurinn átta mínútum fyrir leikslok. Þetta var annað tap Spánverja í keppninni en þriðji sigur Svía sem hafa fullt hús stiga í riðlinum. Enginn gleðst meira yfir þessum sigri í gær en landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck sem hefur þurft að þola mikla gagnrýni eftir að hafa tekið Zlatan Ibrahimovic út úr landsliðshópnum. Mikil gleði ríkir nú í Svíþjóð en sama er ekki hægt að segja um Danmörku en danska landsliðið gerði markalaust jafntefli gegn Norður-Írum á Parken í gær og eru danskir fjölmiðlar alls ekki sáttir við spilamennsku liðsins. Danska liðið réði lögum og lofum á upphafskafla leiksins en fór illa með mörg mjög góð marktækifæri. Snemma í seinni hálfleik áttu Thomas Kahlenberg og Martin Jörgensen báðir skot sem fóru naumlega framhjá. Besta færi danska liðsins kom seint í leiknum en þá átti Claus Jensen skot sem fór framhjá markverðinum Maik Taylor en Aaron Hughes bjargaði á marklínu. Fótbolti Íþróttir Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir „Verður sérstök stund fyrir hana“ Sjá meira
Það er ljóst að sænska landsliðið mun mæta hingað til lands fullt sjálfstrausts eftir magnaðan sigur þess á því spænska 2-0 á heimavelli sínum í gær. Svíþjóð spilaði leikinn af mikilli skynsemi, lék frábæran varnarleik og leyfði Spánverjum að vera með knöttinn. Hættulegar skyndisóknir sænska liðsins gerðu það að verkum að mótherjarnir máttu aldrei gleyma sér en það gerðu þeir þó tvívegis í gær. Markvörðurinn Rami Shaaban lokaði sænska markinu og var besti maður vallarins. Gríðarlegur fögnuður braust út meðal 33.000 áhorfenda á leiknum þegar Johan Elmander kom Svíþjóð yfir eftir aðeins tíu mínútna leik en það var Anders Svensson sem lagði markið upp. Sama hvað Spánverjar reyndu þá gekk ekkert upp hjá þeim og Marcus Allback innsiglaði sigurinn átta mínútum fyrir leikslok. Þetta var annað tap Spánverja í keppninni en þriðji sigur Svía sem hafa fullt hús stiga í riðlinum. Enginn gleðst meira yfir þessum sigri í gær en landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck sem hefur þurft að þola mikla gagnrýni eftir að hafa tekið Zlatan Ibrahimovic út úr landsliðshópnum. Mikil gleði ríkir nú í Svíþjóð en sama er ekki hægt að segja um Danmörku en danska landsliðið gerði markalaust jafntefli gegn Norður-Írum á Parken í gær og eru danskir fjölmiðlar alls ekki sáttir við spilamennsku liðsins. Danska liðið réði lögum og lofum á upphafskafla leiksins en fór illa með mörg mjög góð marktækifæri. Snemma í seinni hálfleik áttu Thomas Kahlenberg og Martin Jörgensen báðir skot sem fóru naumlega framhjá. Besta færi danska liðsins kom seint í leiknum en þá átti Claus Jensen skot sem fór framhjá markverðinum Maik Taylor en Aaron Hughes bjargaði á marklínu.
Fótbolti Íþróttir Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir „Verður sérstök stund fyrir hana“ Sjá meira