Fernando Alonso segir að lið hans Renault hafi alla burði til að sigra á Imola-brautinni í San Marino um helgina. "Við erum liðið sem allir eru að keppa við sem fyrr og ég er viss um að við verðum í baráttunni um sigurinn í San Marion," sagði Alonso, sem hefur unnið tvær af þremur fyrstu keppnum ársins og hefur 14 stiga forskot í keppni ökuþóra.
