Innlent

Rætt um hugsanlegar bótakröfur á hendur olíufélögunum

Frá Stykkishólmi.
Frá Stykkishólmi.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur vísað tillögu minnihluta bæjarstjórnar um að bæjarfélagið krefji stóru olíufélögin um bætur vegna samsráðs þeirra til bæjarráðs. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns.

Þar segir að tillagan hafi komið fram við umræður um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár. Fram kemur í tillögu minnihlutans að Stykkishólmur sé eitt af þeim bæjarfélögum sem nefnd séu í skýrslu samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna og því eigi bæjarfélagið rétt á bótum samkvæmt dómi í máli Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum.

Lagt er til í tillögunni að framlag til Ljósmyndasafns Stykkishólms verði 2,5 milljónir og fáist skaðabætur frá olíufélögunum renni það einnig til Ljósmyndasafns og Amtsbókasafns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×