Enski boltinn

O´Neill hefur áhyggjur

Martin O´Neill hefur áhyggjur af slöku gengi Aston Villa undanfarið
Martin O´Neill hefur áhyggjur af slöku gengi Aston Villa undanfarið NordicPhotos/GettyImages

Martin O´Neill, þjálfari Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, viðurkennir að hann hafi miklar áhyggjur af gengi liðins undanfarið eftir að því mistókst að sigra í sjötta leiknum í röð þegar það tapaði fyrir Bolton um helgina.

Villa á gríðarlega erfiða leiki framundan um jólin þar sem það mætir liðum á borð við Man Utd, Tottenham og Chelsea og segir O´Neil algjört forgangsatriði að styrkja leikmannahópinn með kaupum í janúar.

"Ég hef verið með áhyggjur síðan í upphafi tímabils og nú erum við komnir niður í níunda sæti í deildinni. Ég náði aðeins að kaupa Stilian Petrov eftir að ég tók við og ég hef verið með miklar áhyggjur af hópnum alveg síðan ég tók við. Við erum með mjög ungt lið og ungu leikmennirnir gera það sem þeir geta - en við þurfum að styrkja okkur á alla mögulega vegu fyrir framhaldið," sagði O´Neill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×