Sport

Að verða til í slaginn?

Sissoko borinn af velli í Portúgal.
Sissoko borinn af velli í Portúgal. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Miðjumaður Liverpool, Momo Sissoko, gæti óvænt komið inn í byrjunalið Liverpool eftir þrjár vikur en hann varð fyrir meiðslum á auga í fyrri leik liðsins gegn Benfica í Meistaradeildinni fyrir rífum tveimur vikum síðan.

Sissoko fékk spark í augað og um tíma leit út fyrir að knattspyrnuferill hans væri hreinlega í hættu. Svo er þó alls ekki þar sem Malíbúinn gæti verið kominn á fullt skrið aftur eftir nokkrar vikur.

"Hann sparkaði í bolta á æfingu í gær ásamt því að hlaupa, ég trúði því varla. Hann gæti verið kominn á fullt eftir tvær til þrjár vikur, ég vona það," sagði Rafael Benítez stjóri Liverpool um miðjumanninn sem hefur átt góðu gengi að fagna á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×