Sport

Bolton burstaði West Ham

Leikmenn Bolton fagna hér marki Gary Speed gegn West Ham sem var einstaklega glæsilegt
Leikmenn Bolton fagna hér marki Gary Speed gegn West Ham sem var einstaklega glæsilegt NordicPhotos/GettyImages

Bolton heldur sínu striki í baráttunni um Evrópusæti í ensku úrvalsdeildinni og í dag vann liðið stórsigur á West Ham 4-1 á heimavelli sínum. Stelios Giannakopoulos skoraði tvö marka Bolton, Gary Speed eitt og Henrik Pedersen eitt. Gamla brýnið Teddy Sheringham skoraði mark West Ham.

Everton vann 3-1 sigur á Fulham. James Beattie skoraði tvö mörk fyrir Everton og James McFadden eitt, en Collins John minnkaði muninn fyrir Fulham úr víti. Heiðar Helguson var í liði Fulham en var skipt útaf á 75. mínútu.

Portsmouth og Manchester City gerðu 1-1 jafntefli. Pedro Mendez skoraði fyrir Portsmouth, en Richard Dunne jafnaði fyrir City skömmu fyrir leikslok. Þá vann Wigan 1-0 sigur á útivelli gegn slöku liði Sunderland með marki frá Henry Camara á 7. mínútu.

Leikur Blackburn og Aston Villa á Ewood Park er nú að hefjast, en það er lokaleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×