Enski boltinn

Curbishley ætlar sækja til sigurs á morgun

Curbishley ætlar að ná í þrjú stig gegn toppliði Man Utd á morgun
Curbishley ætlar að ná í þrjú stig gegn toppliði Man Utd á morgun NordicPhotos/GettyImages

Alan Curbishley, nýráðinn knattspyrnustjóri West Ham, segist aðeins hafa eitt markmið í huga þegar hann stýrir liðinu í fyrsta skipti gegn Mancehster United í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Hann ætlar að sækja þrjú stig.

"Ég ætla ekki að koma hingað og búa til hávaða strax á fyrsta degi. Ég vel í liðið samkvæmt því sem ég sé á þessum fyrstu dögum mínum við stjórn og vel þá menn í liðið sem ég tel eiga þar heima. Það eina sem ég er að hugsa um er að ná í þrjú stig," sagði Curbishley, sem stendur einnig frammi fyrir því að ræða framtíðina við nokkra af leikmönnum liðsins - eins og Nigel Reo Coker og þá Argentínumannanna tveggja Javier Mascherano og Carlos Tevez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×