Bolton lagði Aston Villa

Bolton vann mikilvægan 1-0 útisigur á Aston Villa í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag og lyfti sér með sigrinum í 5. sæti deildarinnar. Það var gamla kempan Gary Speed sem skoraði sigurmark Bolton úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik. Bolton er í fimmta sæti með 30 stig en Aston Villa er enn í því áttunda með 25 stig.