Fótbolti

Van Gaal hefur litlar mætur á Wayne Rooney

AFP

Louis van Gaal, fyrrum þjálfari hollenska landsliðsins og Barcelona og nú verandi þjálfari AZ Alkmaar í Hollandi, segir að enskir knattspyrnumenn geti lært eitt og annað af þeim hollensku. Hann segir Wayne Rooney eiga langt í land með að verða heimsklassa leikmann.

"Ég held að ensku leikmennirnir geti lært mikið af þeim hollensku þegar kemur að leikskipulagi. Steven Gerrard og Frank Lampard eru leikmenn í heimsklassa, en Wayne Rooney á enn nokkuð í land með að stimpla sig inn með landsliðinu," sagði van Gaal og bætti við að Marcu van Basten ætti enn eftir að sýna þá leiftrandi sóknarknattspyrnu sem hann hefði lofað þegar hann tók við hollenska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×