Fótbolti

Puskas látinn

Ferenc Puskas er einn besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið
Ferenc Puskas er einn besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið NordicPhotos/GettyImages

Ungverska knattspyrnugoðsögnin Ferenc Puskas er látinn, 79 ára að aldri. Puskas fór fyrir gullaldarliði Ungverja um miðja síðustu öld og vann m.a. þrjá Evrópumeistaratitla með Real Madrid. Puskas hafði dvalið á sjúkrahúsi síðustu 6 ár og var með Alzheimers sjúkdóminn.

Puskas skoraði 83 mörk í 84 landsleikjum fyrir Ungverja, en gerðist síðar spænskur ríkisborgari. Hann skoraði alls 512 mörk í 528 leikjum fyrir Real Madrid og þar á meðal skoraði hann 4 mörk í úrslitaleik Evrópukeppninnar á Hamden Park gegn Frankfurt árið 1960. Puskas var um aldamótin kjörinn sjötti besti knattspyrnumaður síðustu aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×