Fótbolti

Ferguson vill hjálpa McClaren

Ferguson og McClaren stýrðu Man Utd til sigurs í Meistaradeildinni árið 1999
Ferguson og McClaren stýrðu Man Utd til sigurs í Meistaradeildinni árið 1999 NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki verið þekktur fyrir að rétta landsliðsþjálfurum Englands hjálparhönd í gegn um tíðina. Öðru máli virðist gegna um fyrrum aðstoðarmann hans og núverandi landsliðsþjálfara, Steve McClaren.

Ferguson segir það í fínu lagi að menn á borð við Wayne Rooney og Michael Carrick spili alla þá landsleiki sem í boði eru fyrir England, því þeir séu ungir leikmenn.

"Rooney og Carrick eru á besta aldri og þeir geta alveg spilað þrjá leiki á viku ef þeir eru á annað borð heilir heilsu. Þetta á sérstaklega við um Rooney - hann vill spila alla leiki sem í boði eru og hann þarf hvort sem er að spila mikið nú þegar hann er loksins að komast í toppform.

McClaren á skilið að fá alla þá hjálp sem hann getur fengiðnúna. Hann var aðstoðarmaður minn í tvö eða þrjú ár og mér þykir hann hafa verið gagnrýndur á óréttmætan hátt. Hann er rétt að byrja í starfi og ég veit ekki hvaða læti þetta eru. Hann spjarar sig," sagði Ferguson. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×