Sport

Þrír nýliðar í landsliðshópi Loew

Þjóðverjar eru efstir í D-riðli undankeppni EM
Þjóðverjar eru efstir í D-riðli undankeppni EM

Joachim Loew hefur kallað þrjá nýliða inn í landsliðshóp sinn fyrir leiki Þjóðverja gegn Georgíu og Slóvakíu í næsta mánuði. Þetta eru miðjumaðurinn Piotr Trochowski frá HSV, Jan Schlaudraff frá Aachen og varnarmaðurinn Clemens Fritz. Þá verður markvörðurinn Robert Enke frá Hannover einnig í hópnum, en sá hefur áður verið kallaður inn í þýska hópinn án þess þó að spila leik.

Þeir Tim Borowski og Per Mertesacker frá Bremen og Gerald Asamoah frá Schalke eru meiddir og komast ekki í leikina tvo. Þjóðverjar eru á toppi D riðilsins í undankeppni EM eftir sigra á Írum og San Marino, en þeir mæta Georgíumönnum í Rostock þann 7. október og sækja svo Slóvaka heim fjórum dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×