Enski boltinn

Phillips á sér framtíð hjá Chelsea

Wright-Phillips er ánægður hjá Chelsea
Wright-Phillips er ánægður hjá Chelsea NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að vængmaðurinn smávaxni Shaun Wright-Phillips eigi sér framtíð með félaginu þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis að hann fari frá félaginu í janúar. Phillips hefur m.a. verið orðaður við West Ham og gamla félagið sitt Manchester City, en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea í gær í Meistaradeildinni.

"Ég vil að hann verði áfram hjá okkur. Við vitum að hópurinn okkar er mjög sterkur, en hann er hinsvegar nokkuð þröngur núna og því megum við ekki við því að missa leikmenn frá okkur. Við eigum 19 útileikmenn og erum enn á fullu í öllum keppnum - svo við þurfum á öllum leikmönnum okkar að halda," sagði Mourinho, en Phillips sagðist ekki hafa hug á því að fara frá Chelsea í gær, því hann væri mjög ánægður í herbúðum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×