Fótbolti

HM 2010 verður með óbreyttu sniði

NordicPhotos/GettyImages

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur gefið það út að HM í knattspyrnu sem fram fer í Suður-Afríku muni standa yfir dagana 11. júní til 11. júlí árið 2010. Keppnin verður með sama sniði og HM í Þýskalandi í sumar, þar sem mótshaldarar fá öruggt sæti í keppninni.

Sömu reglur gilda áfram í undankeppnum þar sem fjöldi liða frá hverri heimsálfu verður sá sami og verið hefur. Fimm lið verða í keppninni frá Afríku, auk gestgjafanna Suður-Afríkumanna, og svo þrettán Evrópulið, Fimm frá Asíu og Eyjaálfu og átta frá Suður- og Mið-Ameríku.

Þá var með formlegum hætti opnað fyrir tilboð í keppnishald árið 2014, en þá verður keppnin haldin í Suður-Ameríku og þykja Brasilíumenn líklegastir til að hreppa hnossið að þessu sinni. Sepp Blatter, forseti FIFA, segir eftir að hann hafi sett sig í samband við níu þjóðir í Suður-Ameríku bendi flest til þess að Brassar séu í sterkri aðstöðu til að halda mótið, en þeir verði þó að standast strangar kröfur FIFA sem sífellt séu að herðast - ekki síst í kjölfar einstaklega vel heppnaðs mótshalds Þjóðverja í sumar sem var það besta til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×