Besta byrjun í sögu Utah Jazz 21. nóvember 2006 13:57 Carlos Boozer hefur farið á kostum í upphafi leiktíðar með Utah Jazz og nýtir tæplega 59% skota sinna utan af velli NordicPhotos/GettyImages Utah Jazz vann í nótt sjötta leik sinn í röð í NBA deildinni og hefur unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum í upphafi leiktíðar, sem er félagsmet. Liðið skellti Toronto 101-96 á heimavelli í nótt og er í efsta sæti deildarinnar, en lenti þó 16 stigum undir á tímapunkti í síðari hálfleik rétt eins og í leiknum þar á undan. Carlos Boozer átti stórleik fyrir Utah á 25. afmælisdegi sínum. Hann skoraði 35 stig og hirti 9 fráköst og hitti úr 14 af16 skotum sínum utan af velli. Nýliðinn Paul Millsap fór einnig á kostum og skoraði 20 stig og hirti 7 fráköst. Chris Bosh skoraði 17 stig og hirti 11 fráköst hjá Toronto, sem tapaði öllum leikjunum á nýafstöðnu ferðalagi sínu. Dallas vann sjötta leik sinn í röð eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjunum á tímabilinu. Dallas lagði Charlotte 93-85 í nótt þrátt fyrir að lykilmenn liðsins hafi verið langt frá sínu besta. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig fyrir Dallas en Emeka Okafor skoraði 22 stig, hirti 13 fráköst og bætti persónulegt met sitt og félagsmet með 8 vörðum skotum. Houston lagði New York í annað sinn á nokkrum dögum 97-90. Yao Ming skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Houston, en Jamal Crawford skoraði 25 stig fyrir New York. Memphis batt enda á sjö leikja taphrinu með sigri á Orlando 95-86 á heimavelli í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Dwight Howard var með enn einn tröllaleikinn fyrir Orlando og skoraði 24 stig og hirti 23 fráköst, en Hakim Warrick skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Memphis. San Antonio lagði Portland 107-98 á útivelli og hefur þar með unnið alla útileiki sína á leiktíðinni. Tim Duncan og Manu Ginobili skoruðu 25 stig hvor fyrir San Antonio, en Ginobili skoraði 18 af stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Zach Randolph skoraði 23 stig fyrir Portland. Seattle skellti New Jersey á útivelli 99-87. Ray Allen skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst fyrir Seattle, en Vince Carters skoraði 27 stig fyrir New Jersey. Loks vann Phoenix sinn fyrsta útisigur á leiktíðinni með því að leggja Golden State 113-110. Steve Nash var að nýju í liði Phoenix og tryggði liðinu sigurinn með þriggja stiga körfu skömmu fyrir leikslok. Raja Bell skoraði 22 stig, öll í síðari hálfleik, Nash var með 19 stig og 15 stoðsendingar og Shawn Marion með 18 stig og 11 fráköst. Hjá Golden State var Monta Ellis atkvæðamestur með 31 stig og Mickael Pietrus skoraði 24 stig. Golden State var án Baron Davis sem var meiddur. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Utah Jazz vann í nótt sjötta leik sinn í röð í NBA deildinni og hefur unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum í upphafi leiktíðar, sem er félagsmet. Liðið skellti Toronto 101-96 á heimavelli í nótt og er í efsta sæti deildarinnar, en lenti þó 16 stigum undir á tímapunkti í síðari hálfleik rétt eins og í leiknum þar á undan. Carlos Boozer átti stórleik fyrir Utah á 25. afmælisdegi sínum. Hann skoraði 35 stig og hirti 9 fráköst og hitti úr 14 af16 skotum sínum utan af velli. Nýliðinn Paul Millsap fór einnig á kostum og skoraði 20 stig og hirti 7 fráköst. Chris Bosh skoraði 17 stig og hirti 11 fráköst hjá Toronto, sem tapaði öllum leikjunum á nýafstöðnu ferðalagi sínu. Dallas vann sjötta leik sinn í röð eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjunum á tímabilinu. Dallas lagði Charlotte 93-85 í nótt þrátt fyrir að lykilmenn liðsins hafi verið langt frá sínu besta. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig fyrir Dallas en Emeka Okafor skoraði 22 stig, hirti 13 fráköst og bætti persónulegt met sitt og félagsmet með 8 vörðum skotum. Houston lagði New York í annað sinn á nokkrum dögum 97-90. Yao Ming skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Houston, en Jamal Crawford skoraði 25 stig fyrir New York. Memphis batt enda á sjö leikja taphrinu með sigri á Orlando 95-86 á heimavelli í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Dwight Howard var með enn einn tröllaleikinn fyrir Orlando og skoraði 24 stig og hirti 23 fráköst, en Hakim Warrick skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Memphis. San Antonio lagði Portland 107-98 á útivelli og hefur þar með unnið alla útileiki sína á leiktíðinni. Tim Duncan og Manu Ginobili skoruðu 25 stig hvor fyrir San Antonio, en Ginobili skoraði 18 af stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Zach Randolph skoraði 23 stig fyrir Portland. Seattle skellti New Jersey á útivelli 99-87. Ray Allen skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst fyrir Seattle, en Vince Carters skoraði 27 stig fyrir New Jersey. Loks vann Phoenix sinn fyrsta útisigur á leiktíðinni með því að leggja Golden State 113-110. Steve Nash var að nýju í liði Phoenix og tryggði liðinu sigurinn með þriggja stiga körfu skömmu fyrir leikslok. Raja Bell skoraði 22 stig, öll í síðari hálfleik, Nash var með 19 stig og 15 stoðsendingar og Shawn Marion með 18 stig og 11 fráköst. Hjá Golden State var Monta Ellis atkvæðamestur með 31 stig og Mickael Pietrus skoraði 24 stig. Golden State var án Baron Davis sem var meiddur.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira