Sport

Keppnisbanni aflétt í Ísrael

Ísraelar fá nú að spila heimaleiki sína í Tel Aviv
Ísraelar fá nú að spila heimaleiki sína í Tel Aviv NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú aflétt heimaleikjabanninu sem verið hefur á lands- og félagsliðum þar í landi síðan í upphafi ágúst vegna þeirrar miklu ólgu sem verið hefur í landinu. Landslið Ísraela og félagsliðin þar í landi verða þó að halda sig við Tel Aviv, en það er eina borgin sem UEFA vildi gefa grænt ljós á enn sem komið er.

Í tilkynningu UEFA kom þó fram að bannið taki umsvifalaust gildi á ný ef hitnar aftur í kolunum í landinu, en skemmst er að minnast viðbragða ísraelskra stuðningsmanna við því að leikur Maccabi Haifa og Liverpool var fluttur til Kænugarð í Úkraínu á dögunum - og vakti það litla kátínu hjá Ísraelsmönnum. Þá eru t.d. Englendingar með Ísraelum í riðli í undankeppni EM landsliða og eiga liðin að mætast í Ísrael í mars á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×