Enski boltinn

Arsenal lagði Charlton

Robin Van Persie er hér í strangri gæslu Hermanns Hreiðarssonar, en hann skoraði engu að síður mörkin sem réðu úrslitum á The Valley í dag
Robin Van Persie er hér í strangri gæslu Hermanns Hreiðarssonar, en hann skoraði engu að síður mörkin sem réðu úrslitum á The Valley í dag NordicPhotos/GettyImages

Arsenal vann góðan 2-1 útisigur á Charlton í ensku úrvalsdeildinni í dag, en leikjunum þremur sem hófust klukkan 14 er nú lokið. Darren Bent kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik, en hollenski landsliðsmaðurinn Robin van Persie skoraði tvívegis sitt hvoru megin við hálfleikinn og það nægði Arsenal.

Chelsea varð að sætta sig við jafntefli á heimavelli sínum gegn sprækum leikmönnum Aston Villa. Hinn sjóðheiti Didier Drogba kom Chelsea yfir strax á þriðju mínútu, en Gabriel Agbonlahor jafnaði fyrir Villa undir lok fyrri hálfleiks. Þá skildu Everton og Manchester City jöfn 1-1. Andy Johnson skoraði mark Everton á 44. mínútu en Micah Richards jafnaði á dramatískan hátt fyrir Manchester City þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×