Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfu Óla Bjarna Ólasonar útgerðarmanns sem krafðist skaðabóta úr ríkissjóði vegna lagasetningar þar sem sóknardagakerfið var aflagt og kvóti settur á krókabáta.
Óli Bjarni hefur gert út nokkra báta og lengi verið aflahæsti smábátaútgerðarmaður landsins. Hann taldi veiðireynslu sína ekki hafa skilað sér í úthlutuðum kvóta og þannig hafi verið grafið undan þeirri miklu fjárfestingu sem hann hefur ráðist í. Hann krafðist því bóta en var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur.