Sport

Skörð höggvin í danska liðið

Thomas Helveg verður ekki með annað kvöld
Thomas Helveg verður ekki með annað kvöld NordicPhotos/GettyImages
Allir leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu komu heilir út úr leiknum gegn Norður Írum um helgina en sömu sögu er ekki að segja af danska landsliðinu. Nokkuð er um meiðsli í herbúðum Dana þar sem fyrirliðinn sjálfur er á meðal þeirra sem meiddir eru.

Varnarmaðurinn Thomas Helveg, fyrirliði danska landsliðsins meiddist í

vináttulandsleik Dana og Portúgala á föstudaginn og verður líklega ekki með

á Laugardalsvelli á morgun. Morten Olsen landsliðsþjálfari Dana hefur

kallað á annan varnarmann í landsliðshópinn til að fylla skarð fyrirliðans

en það er varnarmaðurinn Brian Priske sem leikur með Club Brügge í Belgíu.

Danir verða einnig án framherjanna Jesper Grönkjær og Sören Larsen en þeir voru einnig meiddir og ekki með Dönum í 4-2 sigrinum á Portúgal sl.

föstudag.

Framherjarnir Jesper Grönkjær og Sören Larsen, sem voru fjarri góðu gamni

gegn Portúgölum vegna meiðsla, eru heldur ekki í landsliðshópnum gegn

Íslendingum þannig að svo virðist sem Danir verði án þriggja lykilmanna

gegn Íslendingum á morgun. Það skal samt varast bjartsýni fyrir leikinn á

morgun. Ísland og Danmörk hafa mæst 19 sinnum á knattspyrnuvellinum og

aldrei hefur Ísland farið með sigur af hólmi. 14 sinnum hafa Danir unnið og

5 sinnum hafa liðin gert jafntefli. Markatalan er ekki glæsileg frá okkur

séð samanlagt í leikjunum nítján, eða 13-63.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×