Sport

Breytingar á hóp Svía

Nú ríkir upplausn í sænska landsliðinu
Nú ríkir upplausn í sænska landsliðinu

Lars Lagerback hefur kallað þrjá nýja leikmenn inn í landsliðshóp sinn sem mætir Liechtenstein í Gautaborg annað kvöld, en þeir Zlatan Ibrahimovic, Christian Wilhelmsson og Olof Mellberg voru settir út úr hópnum fyrir að brjóta reglur um útivistartíma.

Í stað þeirra koma þeir Teddy Lucic, Fredrik Berglund and Stefan Ishizaki, en hinn 33 ára gamli Lucic lagði skóna á hilluna með landsliðinu eftir HM í sumar. Lucic leikur með Häcken í heimalandi sínu, framherjinn Berglund er 27 ára og leikur með FC Kaupmannahöfn og miðjumaðurinn Ishizaki leikur með Elfsborg og er 24 ára gamall.

"Það ríkir neyðarástand í herbúðum landsliðsins og því ákvað ég að hlaupa í skarðið," sagði Lucic, en óhætt er að segja að brottvísun þremenningana hafi valdið miklu fjaðrafoki í Svíþjóð og heyrst hefur að þeir hafi gefið það út að þeir ætli aldrei aftur að spila fyrir landsliðið á meðan Lars Lagerback er þar við stjórnvölinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×