Sport

Mido kominn aftur til Tottenham

Mido er formlega genginn í raðir Tottenham frá Roma
Mido er formlega genginn í raðir Tottenham frá Roma NordicPhotos/GettyImages

Egypski framherjinn Mido er genginn aftur í raðir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, en hann er nú formlega orðinn leikmaður félagsins eftir að hafa verið tilkynnt að hann væri ekki inni í framtíðarplönum ítalska liðsins Roma. Mido spilaði sem lánsmaður hjá Tottenham á síðustu leiktíð og skoraði 11 mörk í 27 leikjum.

Frammistaða Mido með Lundúnaliðinu var upp og ofan á síðustu leiktíð, en hann var oft á tíðum besti leikmaður liðsins einn daginn og sá slakasti þann næsta. Martin Jol knattspyrnustjóri hefur fagnað komu Egyptans og hefur nú loksins á að skipa fjórum sterkum framherjum fyrir átökin í úrvalsdeildinni og í Evrópukeppninni. Fyrir hjá Tottenham eru framherjarnir Jermain Defoe, Robbie Keane og búlgarski landsliðsmaðurinn Dimitar Berbatov sem gekk í raðir liðsins frá Leverkusen í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×