Sport

Fer ekki til Celtic

Thomas Gravesen
Thomas Gravesen NordicPhotos/GettyImages

Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen mun ekki ganga í raðir skoska liðsins Glasgow Celtic eftir að slitnaði upp úr viðræðum milli hans og forráðamanna félagsins. Talið var víst að Gravesen færi til Celtic, en nú þarf miðjumaðurinn að treysta á að eitthvað af liðunum í ensku úrvalsdeildinni geri honum tilboð fljótlega, því senn líður að lokun félagaskiptagluggans og leikmaðurinn ekki talinn eiga afturkvæmt í herbúðir Real Madrid.

Fyrrum félagar hans í Everton, Newcastle, Middlesbrough og Bolton eru meðal þeirra liða sem sýnt hafa áhuga, en nú fer hver að verða síðastur til að krækja í þennan 30 leikmann. Gravesen fór frá Everton til Real Madrid fyrir 2,5 milljónir punda á sínum tíma en er nú sagður falur fyrir 2 milljónir. Gravesen verður væntanlega í eldlínunni með danska landsliðinu á Laugardalsvelli í byrjun næsta mánaðar og vonast til að ná að finna sér nýtt félagslið til að spila með fyrir þann tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×