Enski boltinn

Southgate æfur út í Ronaldo

Endursýningar sýndu að Cristiano Ronaldo lét sig greinilega falla innan teigs þegar meint brot á að hafa átt sér stað. Dómarinn gekk í gildruna og flautaði vítaspyrnu sem Louis Saha skoraði úr.
Endursýningar sýndu að Cristiano Ronaldo lét sig greinilega falla innan teigs þegar meint brot á að hafa átt sér stað. Dómarinn gekk í gildruna og flautaði vítaspyrnu sem Louis Saha skoraði úr. MYND/Getty Images

Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, sakaði portúgalska vængmanninn Cristiano Ronaldo hjá Man. Utd. um að vera svindlara eftir viðureign liðana í gær. Ronaldo fiskaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik með því sem virtust vera leikrænir tilburðir.

Brotið var dæmt á Mark Schwarzer í marki Boro þegar Ronaldo var við það að sleppa í gegn. Endursýningar sýndu hins vegar að nánast engin snerting átti sér stað áður en Ronaldo missti jafnvægið innan teigs og vítaspyrna var dæmd.

"Þetta gerist vissulega fljótt og það er erfitt fyrir dómara að átta sig á svona atvikum, en hversu lengi eigum við að þola svona uppákomur? Leikmaðurinn er þekktur fyrir svona leikaraskap og þetta svindl hans kostaði okkur leikinn," sagði Southgate við enska fjölmiðla eftir leikinn, allt annað en sáttur.

Spurður um hvort Ronaldo hefði svindlað sagði Southgate: "Já, það er ekki hægt að horfa öðruvísi á það. Þetta var aldrei vítaspyrna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×