Sport

Önnur félög hefðu ef til vill rekið Ferguson

David Gill situr hér við hlið Alex Ferguson þegar auglýsingasamningurinn við AIG var tilkynntur í vikunni
David Gill situr hér við hlið Alex Ferguson þegar auglýsingasamningurinn við AIG var tilkynntur í vikunni NordicPhotos/GettyImages

David Gill segir ekki ólíklegt að einhver önnur félög en Manchester United hefðu ef til vill látið Sir Alex Ferguson fara eftir vonbrigði framan af leiktíðinni, en bendir á að það að skipta um knattspyrnustjóra sé alls ekki alltaf lausnin.

"Það má vel vera að einhver önnur félög hefðu látið stjórann fara í svipaðri stöðu, en það er ekki alltaf lausnin - sjáið bara Real Madrid í dag. Við vinnum hlutina öðruvísi. Við trúum ekki á það að reka bara knattspyrnustjórann, því það er ekkert víst að hesturinn fari endilega að vinna þó skipt sé um knapa," sagði Gill og bætti við að Ferguson 100% trausts bæði hjá sér og Glazer-feðgunum, eigendum Manchester United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×