Sport

Biður stuðningsmennina afsökunar

Leikmenn Sunderland ganga hér vonsviknir af velli á Old Trafford þegar ljóst var að liðið væri fallið í fyrstu deild þrátt fyrir hetjulega baráttu
Leikmenn Sunderland ganga hér vonsviknir af velli á Old Trafford þegar ljóst var að liðið væri fallið í fyrstu deild þrátt fyrir hetjulega baráttu NordicPhotos/GettyImages

Bob Murray, stjórnarformaður Sunderland, hefur beðið stuðningsmenn liðsins afsökunar á afleitu gengi þess í vetur. Sunderland féll formlega úr úrvalsdeildinni í gær þegar það gerði jafntefli við Manchester United, en örlög félagsins voru í raun ráðin fyrir óralöngu því Sunderland var með áberandi lakastan árangur allra liða í deildinni í vetur.

"Fall í fyrstu deild er niðurstaðan eftir tímabil sem valdið hefur gríðarlegum vonbrigðum," sagði Murray á heimasíðu félagsins. "Í upphafi leiktíðar gerðum við ráðf fyrir að verða í versta falli í baráttu um að halda okkur í deildinni, en annað hefur sannarlega komið á daginn og við náðum ekki einu sinni að færa stuðningsmönnunum einn einasta sigur á heimavelli. Stuðningsmennirnir eru skiljanlega mjög vonsviknir og ég get skilið það," sagði formaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×