Sport

Lyon hyggst fá Drogba í sumar

Franska knattspyrnufélagið Lyon er á höttunum eftir Didier Drogba, sóknarmanni Chelsea og ætlar að freista þess að fá hann til liðs við sig í sumar. Drogba mun leika með landsliði Fílabeinsstrandarinnar á HM í Þýskalandi í sumar en óvinsældir hans í Englandi gætu auðveldað Lyon að landa Drogba.

Jean-Michel Aulas, forseti Lyon segir í viðtali við The Sun í dag að það sé ýmislegt sem gefi til kynna félaginu takist að fá Drogba í sumar. "Við reyndum að fá Drogba til okkar fyrir tveimur árum og samningur þess efnis var nánast í höfn hjá okkur áður en Chelsea fékk hann. En núna er ýmislegt uppi á teningnum sem bendir til og gefur mér von um að við getum fengið hann í sumar." sagði Aulas í dag.

Drogba liggur undir harðri og stanlausri gagnrýni í besku pressunni fyrir leikstíl sinn en hann er títt sakaður um leikaraskap inni á vellinum. Auk þess hefur hann tvívegis á skömmum tíma verið staðinn af því að leggja boltann fyrir sig með hendi sem hefur síst aflað honum trausts og virðingar meðal dómara og leikmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×