Sport

Spilum aldrei aftur á Amsterdam mótinu

Alex Ferguson er afar óhress með dómarann á Amsterdam mótinu
Alex Ferguson er afar óhress með dómarann á Amsterdam mótinu NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson segir að það komi ekki til greina að lið Manchester United spili aftur á árlegu æfingamóti í Amsterdam eftir að þeir Paul Scholes og Wayne Rooney uppskáru þriggja leikja bann í ensku úrvalsdeildinni fyrir að láta reka sig af velli í leik gegn Porto á mótinu á dögunum.

Dómarinn í leiknum lagði fram opinbera skýrslu vegna brottrekstra leikmannanna og því þurfa þeir báðir að taka út þriggja leikja bann eftir fyrsta leik Manchester United í úrvalsdeildinni um helgina og missa af leikjum gegn Charlton, Watford og Tottenham - þó þeir fái að spila fyrsta leikinn gegn Fulham um helgina.

"Við spilum aldrei aftur á þessu Amsterdam móti aftur, þú getur lagt líf þitt að veði upp á það," sagði Ferguson fúll við blaðamann breska sjónvarpssins. "Þegar svona lagað kemur upp, vonar maður að dómarinn noti almenna skynsemi, en hann klagaði til knattspyrnusambandsins sem síðan tók málið fyrir. Við erum með leikmenn til að fylla skarð þeirra Rooney og Scholes og getum lítið gert í þessu núna. Við erum bara vonsviknir, en við verðum að halda ótrauðir áfram, þannig vinnum við hlutina hjá þessu félagi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×