Enski boltinn

Æfur út af vítaspyrnudómnum

Harry Redknapp og félagar lentu í miklu mótlæti í dag og hafa nú tapað tveimur deildarleikjum í röð eftir frábæra byrjun
Harry Redknapp og félagar lentu í miklu mótlæti í dag og hafa nú tapað tveimur deildarleikjum í röð eftir frábæra byrjun NordicPhotos/GettyImages

Harry Redknapp var mjög ósáttur við vítaspyrnudóminn sem réði úrslitum í viðureign Tottenham og Portsmouth í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag og kallar á reglubreytingar þar sem fjórða dómara leiksins verði gert kleift að koma í veg fyrir atvik sem þetta með því að styðjast við myndbandsupptökur.

Annað mark Tottenham í dag - markið sem réði úrslitunum - kom eftir að Pedro Mendes þótti hafa fellt Didier Zokora innan teigs. Jermain Defoe skoraði úr vítaspyrnunni, en í endursýningu sást greinilega að dómurinn var algjör þvættingur því Mendes kom aldrei við Zokora.

"Annað markið í leiknum var farsi og ég held að allir geti verið sammála um það. Við sáum allir endursýninguna á hliðarlínunni eftir 10 sekúndur og fjórði dómarinn líka - og ég skil ekki af hverju má ekki koma því við að eftirlitsdómarinn leiðrétti svona vitleysu. Tæknin er til staðar til að bregðast fljótt og vel við þessu - af hverju má ekki nota hana," sagði Redknapp gáttaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×